Í bókinni Söngur Súlu segir frá því þegar Reykjavík var að breytast í borg um það leyti sem breski herinn, og síðar sá ameríski, var kominn til landsins. Þá streymdi fólk úr sveitum landsins til Reykjavíkur þar sem nóg var um vinnu og allt borgað í peningum. Bókin fjallar um fólkið í bröggunum og þar á meðal ungt par, foreldra Súlu, sem flytja í hálfan Breta-bragga og hlaða niður börnum. Súla er eitt af þessum „braggabörnum”. Örlögin valda því að heimilið leysist upp og börnin fara öll í sitthverja áttina. Súla verður munaðarlaus og lendir á flækingi, flakkar milli alls kyns heimila og þá fær lesandinn innsýn í margs konar heimili og ástandið sem ríkti á þessum árum.
Verð: 2.025
Söngur Súlu 2
Skáldsaga
Í Söngur Súlu 2 er Súla 16 ára einstæð stelpa sem hefur lítið með sín mál að gera enda er veröldinni stjórnað af fullorðnu fólki. En Súla er heppin því hún býr í húsi sem er fullt af góðu fólki og hún rennur smám saman inn í skrautlegt heimilislífið. Í húsinu er starfrækt bókaútgáfa og þar kynnist hún heimi bókanna. Andrúmsloft hússins mótar hana ásamt fólkinu sem þar býr. En fullorðið fólk á sín leyndarmál og hefur lifað á ýmsan hátt og má þá helst nefna ástarmál þeirra sem sum eru skrautleg. Bókin afhjúpar ýmislegt um þetta fólk um leið og hún fylgir Súlu gegnum brothætt líf einstæðings sem býr í litlu risherbergi og á lítið sem ekkert bakland. En þessi ár leiða hana inn á þá braut þar sem hún ákveður að helga líf sitt.